Ein stærsta undankeppni Eurovision vertíðarinnar í ár var haldin í Rúmeníu. 60 lög tóku þátt í 5 undanriðlum víðsvegar um landið þar á meðal í þekktri saltnámu sem er vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu. Þrjú lög komust áfram úr hverjum undanriðli og sunnudaginn 25. febrúar var haldin glæsileg lokakeppni í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest. Í undanriðlum hafði […]

Read More »

Það má með sanni segja að FÁSES taki úrslitahelgi Söngvakeppninnar með trompi þetta árið. Hvorki meira né minna en fjórir viðburðir eru skipulagðir fyrir æsta Eurovision aðdáendur. Förum aðeins yfir þetta. Eurovision Barsvar Söngvakeppnishelgin byrjar á Barsvari (e. pub quiz). Þar munu Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) […]

Read More »

Annað undankvöld Söngvakeppninnar 2018 var haldið 17. febrúar sl. í Háskólabíó. Eins og hefðin er hittust FÁSES-liðar á Stúdentakjallaranum fyrir keppni og í þetta sinn hafði gjaldkeri félagsins hreinsað upp lager heildsala landsins af íslenskum fánum. Fánana þurfti að setja saman og því ekki annað í stöðunni en að virkja mannskapinn. Eftir næringu og hæfilega […]

Read More »

Mikið var um dýrðir í Háskólabíó í gærkveldi þegar fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2018 var haldin. FÁSES liðar fjölmenntu í Stúdentakjallarann um fimmleytið til að spá og spekúlera fyrir kvöldið. Eftir nokkra drykki og kvöldverð var þrammað yfir í Háskólabíó í storminum, lúkurnar fylltar af plakötum af keppendum og sest í bestu sæti hússins, beint fyrir framan […]

Read More »

Hin hæfileikaríka og heillandi SuRie fór með sigur af hólmi í bresku undankeppninni fyrir Eurovision, You Decide. Lagið Storm sem SuRie flutti verður því framlag Breta í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon. SuRie heitir fullu nafni Susanna Marie Cork og er 28 ára gömul frá Essex í Englandi. SuRie er menntuð í klassískum píanóleik, […]

Read More »

Aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri 26. október 2017. Áhuginn á félaginu er greinilega að aukast því troðfullt var út úr dyrum. Á fundinum voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar og yfirferð reikninga en einnig þurfti að gera smávegi lagfæringar á samþykktum félagsins. Um þetta allt má lesa um í fundargerð aðalfundarins sem má […]

Read More »

Good evening Iceland, this is Zürich calling! Þann 25. nóvember n.k. heldur Gaysport Zürich (GSZ), í samstarfi við FÁSES og svissneska aðdáendaklúbbinn, „Zürivision Song Contest, the Party.” Good evening Iceland, this is Zürich calling! Gaysport Zürich supported by OGAE Iceland and OGAE Switzerland is organizing an Eurovision party in Zürich on November 25th called “Zürivision […]

Read More »

Hér með er boðað til 6. aðalfundar Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Ölveri í­ Glæsibæ. Seturétt á aðalfundi FÁSES eiga allir félagar sem greitt hafa félagsgjald. Nánari upplýsingar um rétt félaga á aðalfundi er að finna í­ 7. gr. samþykkta félagsins. Núverandi samþykktir […]

Read More »

Niðurstöðurnar úr skoðanakönnun FÁSES eru komnar í hús og samkvæmt þeim vinnur Portúgal keppnina í kvöld. Ítalir þykja næstlíklegastir til sigurs og Búlgaría er í þriðja sæti. Þetta rímar við niðurstöður veðbanka. Oddschecker.com tekur saman niðurstöður veðbanka og í gær náði Portúgal efsta sætinu af Ítalíu, sem hefur haldið því frá því að lagið var kynnt […]

Read More »

Félagsmenn FÁSES tóku þátt í könnun á því hvaða lönd komast áfram úr seinni undankeppninni: Þetta eru þau tíu lönd sem spáð er áfram, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Austurríki, Makedónía, Rúmenía, Holland, Ungverjaland, Danmörk, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Eistland og Ísrael. Þetta er nokkuð í takt við veðbanka sem telja […]

Read More »

FÁSES efndi til könnunar meðal félagsmanna til að athuga hverja þeir teldu komast upp úr fyrri undankeppninni. Þetta eru þau tíu lönd sem fengu flest atkvæði félagsmanna, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Svíþjóð, Ástralía, Belgía, Finnland, Aserbaídsjan, Portúgal, Grikkland, Moldavía, Ísland og Armenía. Veðbankar geta tekið breytingum en eins […]

Read More »

Það vantaði heldur betur ekki upp á Eurovision stemningu á Markúsartorgi Ríkisútvarpsins í dag þegar FÁSES blés til fjórðu útgáfu af Júró-stiklum félagsins. Eins og flestir vita er hér um að ræða fjölskylduvænan viðburð á vegum félagsins þar sem stiklað er á stóru yfir stiklur úr Eurovision framlögum ársins í ár ásamt því að bjóða […]

Read More »