Slóvenar hafa verið með í Eurovision síðan 1993, rétt eins og nágrannalöndin Bosnía og Króatía. Þeim hefur svo sem ekki gengið neitt áberandi vel og hafa hæst komist í 7. sætið. Þangað komust þeir bæði árið 1995 þegar Darja Svajger flutti lagið “Prisluhni Me” í Dublin og svo aftur árið 2001, en það var söngkonan […]

Read More »

Rúmenía hefur boðið okkur upp á ýmiskonar samansull í gegnum tíðina, bæði rosa gott og eins æðislega slæmt, en alltaf eftirminnilegt. Hver man ekki eftir teknósnúðinum Mihai Traistariu og “Tornero”? Nú, eða vampírupabbanum Cezar, sem mætti með túrtappana sína á sviðið? Og ekki má gleyma sómaparinu Ovi og Paulu, sem áttu eitt svakalegasta þriðja sæti […]

Read More »

Hin heittelskaða finnska undankeppni UMK eða Uuden Musikiin Kilpailu, var endurvakin í ár, eftir að hafa legið í nettum dvala síðan 2017 og gladdi það ótalmarga aðdáendur, enda hefur UMK verið ein skemmtilegasta forkeppnin hin síðari ár og gefið okkur óendanlega marga gullmola í gegnum tíðina. Finnar, líkt og við Íslendingar eru taldir til Norðurlandaþjóðanna, […]

Read More »

Pólverjar völdu framlag sitt til Eurovision keppninnar þann 23. febrúar síðastliðinn. Söngvakeppnin þeirra heitir Szansa na Sukces – Eurowizja 2020. Þrjá sunnudaga þar á undan voru haldnar forkeppnir. Í hverri þeirra kepptu sjö flytjendur um að verða fulltrúi Póllands og einn komst áfram. Mismunandi þemu voru í hverri undankeppni. Í fyrstu keppninni sungu allir ABBA […]

Read More »

Flæmski ríkismiðillinn VRT ber ábyrgð á valinu í ár fyrir Belga en ríkismiðlanir tveir skiptast á að velja Eurovision framlag Eurovision. Það er tríóið Hooverphonics sem fer fyrir hönd Belga í Rotterdam. Hooverphonics, eins og áður hefur komið fram hjá FÁSES.is, eru búin að vera til síðan 1995 en mannabreytingar hafa verið gerðar innan bandsins tvisvar sinnum. […]

Read More »

Í gær var 60. útgáfan af Melodifestivalen haldin í Friends Arena í Stokkhólmi frammi fyrir um það bil 30 þúsund áhorfendum og 3,5 milljónum sjónvarpsáhorfenda. Þetta er svo sannarlega hápunkturinn í sjónvarpsdagskrá Svíanna því þeir eru trylltir í Mellóið sitt – meira að segja meira heldur en í Eurovision! Aðdragandi að þessari úrslitakeppni í gær var […]

Read More »

Melodifestivalen

Hvað þarftu bráðnauðsynlega að vita um Melodifestivalen og hvað þarftu alls ekki að vita en er rosalega gaman að vita? Melodifestivalen er stundum kallað Melló eða Melfest. Fjórar undankeppnir voru haldnar víðsvegar um landið, í Linköping, Gautaborg, Luleå og Malmö. Tvö lög fóru beint áfram í úrslit úr hverri undankeppni en tvö lög úr hverri […]

Read More »

Það er búið að vera fremur dapurt yfir gengi Króatíu undanfarin ár. Seinast mörðu þeir það upp úr undankeppninni þegar tvískipti persónuleikinn Jacques Houdek fór í dúett við sjálfan sig í Kænugarði 2017. Hann gerði svo sem ekki gott mót eftir að í aðalkeppnina var komið. Króatar eru búnir að vera með í Eurovision sem […]

Read More »

“Það er ekkert að marka þessa veðbanka. Okkur er nú alltaf spáð góðu gengi á hverju ári.” Nú þegar Ísland trónir á toppi veðbankanna með hæstu vinningslíkur, sem íslenskt lag hefur nokkru sinni haft, er vinsælt meðal almennings að slengja fram yfirlýsingum eins og þeirri hér að ofan. Hvort þetta er einhver tilraun þjóðarsálarinnar til […]

Read More »

Þegar Óskarsverðlaunin voru veitt á dögunum tóku glöggir Eurovision-aðdáendur andköf þegar lagið Into the Unknown úr Frozen 2 var flutt, því þar stigu á stokk ekki einungis ein heldur tvær söngkonur sem komið hafa við sögu í Eurovision. Idina Menzel söng lagið ásamt nokkrum þeirra söngkvenna sem hafa hljóðsett lagið á ýmsum tungumálum. Gisela, sem […]

Read More »