Frá árinu 1987 hefur OGAE International staðið fyrir Second chance keppninni. Aðildarklúbbar OGAE geta tilnefnt eitt lag sem hefur tekið þátt í valferli Eurovision lagsins í þeirra landi. FÁSES tilnefndi í ár Daða Frey með lag sitt Is This Love? Sigurvegarar Second chance keppninnar frá því í fyrra, Pólland, voru gestgjafarnir í ár. Úrslitin voru tilkynnt í beinni […]

Read More »

Við höldum PED-inu áfram og að þessu sinni rýnum við aðeins í stigagjöfina í ár. Farið verður yfir ósamræmi á milli dómnefnda og áhorfenda, bæði í undanúrslitunum og úrslitunum, ásamt öðrum áhugaverðum staðreyndum meðal annars um afgerandi sigur Portúgala. Dómnefndir vs. símakosning Þótt ekki sé ætlast til að algjört samræmi sé á milli atkvæða dómnefnda […]

Read More »

Á hverju ári koma upp tilfelli sem gætu talist til dómaraskandala og fólk fær ekki nóg af því að skoða þess háttar hluti. Það er því ekki úr vegi að fara yfir nokkra „skandala“ sem komu upp hvað stigagjöfian í ár varðar.   Kákasus-óvinir Azerbaijan og Armenía eru svarnir óvinir og kemur það augljóslega fram […]

Read More »

Eurovision 2017 er lokið en það þýðir ekki að við aðdáendur séu komnir í dvala. Nú tekur við hið svokallaða PED-tímabil (Post Eurovision Depression) þar sem aðdáendur dunda sér meðal annars við að rýna í tölfræði og ýmsar staðreyndir sem finna má úr nýliðinni keppni. Við hér á FÁSES.is erum virkir PED-þátttakendur og að tilefni þess […]

Read More »

Portúgal sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta skipti í gær. Salvardor Sobral, sem söng lagið Amar Pelos Dois eftir Louísu systur sína, kom sá og sigraði með alls 758 stigum en hann var efstur á blaði hjá bæði dómnefndum og almenningi sem kaus í símakosningu. Lengi var beðið eftir þessum sigri en Portúgalar hafa beðið í 53 ár eftir að […]

Read More »

Niðurstöðurnar úr skoðanakönnun FÁSES eru komnar í hús og samkvæmt þeim vinnur Portúgal keppnina í kvöld. Ítalir þykja næstlíklegastir til sigurs og Búlgaría er í þriðja sæti. Þetta rímar við niðurstöður veðbanka. Oddschecker.com tekur saman niðurstöður veðbanka og í gær náði Portúgal efsta sætinu af Ítalíu, sem hefur haldið því frá því að lagið var kynnt […]

Read More »

Félagsmenn FÁSES tóku þátt í könnun á því hvaða lönd komast áfram úr seinni undankeppninni: Þetta eru þau tíu lönd sem spáð er áfram, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Austurríki, Makedónía, Rúmenía, Holland, Ungverjaland, Danmörk, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Eistland og Ísrael. Þetta er nokkuð í takt við veðbanka sem telja […]

Read More »

Stellu Rósinkranz, danshöfundi Svölu fyrir Eurovision í ár, brá heldur betur í brún þegar górilla Francesco Gabbani tók af sér górilluhöfuðið því í ljós kom að hún þekkti sænska dansarann, Filippo Ranaldi, úr dansheiminum! Kristian Kostov, sautján ára keppandi Búlgaríu, skemmtir sér vel í Kænugarði. Í moldóvska partýinu var kauði að njóta léttu veitinganna og var barasta […]

Read More »

Það kom mörgum á óvart þegar Robin Bengtsson sigraði Melodifestivalen í mars síðastliðnum með laginu I can’t go on. Robin varð efstur í úrslitum alþjóðlegu dómnefndarinnar en vægi hennar vegur 50% á móti símaatkvæðum sænsku þjóðarinar. Robin varð þiðji í símakosningunni á eftir Nano og Wiktoriu, frægum poppstjörnum í Svíþjóð, og því hefur sigur hans í Melodifestivalen […]

Read More »

Lagahöfundar og flytjendur fá innblástur úr hinum ýmsum áttum þegar kemur að framlögum þeirra í Eurovision. Í ár eru að minnsta kosti tvö lög sem sækja innblástur alla leið út í geim og af því tilefni ætlum við að fara yfir nokkur framlög úr sögunni sem búa yfir einhvers konar tengingu við geiminn.     […]

Read More »

FÁSES efndi til könnunar meðal félagsmanna til að athuga hverja þeir teldu komast upp úr fyrri undankeppninni. Þetta eru þau tíu lönd sem fengu flest atkvæði félagsmanna, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Svíþjóð, Ástralía, Belgía, Finnland, Aserbaídsjan, Portúgal, Grikkland, Moldavía, Ísland og Armenía. Veðbankar geta tekið breytingum en eins […]

Read More »

Skipulagningin í ár er kannski ekki mjög tímanleg eins og einhverjir hafa orðið varir við. Til dæmis var í síðustu viku enn verið að taka upp póstkortin sem eru sýnd eru á undan hverju framlagi. Þessi tímasetning fer ekki vel í margar sendinefndir… Lasse og Leena frá Finnlandi eru mjög hrifin af íslenskri tónlist. Lasse […]

Read More »