Þá er liðin vika frá Söngvakeppninni 2023 og pistlahöfundur að ranka við sér eftir törnina; maraþon viðburði FÁSES og bónus-törnina að úthluta forkaupsréttum á Eurovision í Liverpool. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna skemmtilegu efni á blað um Söngvakeppnina 2023! Hin 21 árs gamla Kópavogsmær Diljá Pétursdóttir kom sá og sigraði […]

Read More »

Stórglæsileg úrslit Söngvakeppninnar 2022 fóru fram í RVK Studios í Gufunesi í gær og þvílíka glæsilega keppnin sem það var! FÁSES-liðar flykktu liði í Júrókrús fyrir keppnina og sigldu seglum þöndum úr Reykjavíkurhöfn yfir í Gufunesið í blíðskaparveðri undir taktföstum tónum skemmtiskipstjórans, fjöllistadísarinnar og Eurovision aðdáandans Margrétar Erlu Maack. Eftir úrslitin var síðan haldið með […]

Read More »

Við rjúfum fréttaflutning af æsispennandi Eurovisionframlögum þvers og kurs um Evrópu fyrir mikilvæga tilkynningu frá siglinganefnd FÁSES til allra Júróvisjóndáta nær og fjær. FÁSES í samstarfi við Pink Iceland, Eldingu og Saga Events kynnir: Júrókrúsið: Bátur&Bryggja Já þið heyrðuð rétt! Fyrirpartý FÁSES fyrir úrslit Söngvakeppninnar 12. mars nk. verður Eurovision bátsferð að hætti góðra vina okkar í OGAE […]

Read More »

Söngvakeppnin 2022 fór vel af stað síðasta laugardagskvöld í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. RÚV hefur greinilega unnið stórvirki við að breyta gömlu áburðarverksmiðjunni, þar sem nú er kvikmyndaver RVK Studios, í eins og eitt stykki glamúrhöll með speglasviði. Stórglæsileg umgjörð! Á stokk stigu Amarosis, Stefán Óli, Haffi Haff, Stefanía Svavarsdóttir og Sigga, Beta og Elín. Í […]

Read More »

Loksins eftir tveggja ára bið hefst Söngvakeppnin aftur í kvöld. Það hefur verið nóg að gera hjá Eurovisionaðdáendum síðustu vikur við að fylgjast með fjöldanum öllum af undankeppnum erlendis svo það er ekki úr vegi að rifja upp hverjir stíga á svið í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í kvöld. Meirihluti keppenda í kvöld er ekki ókunnugur […]

Read More »

Páll Óskar Hjálmtýsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1970. Hann fagnar því fimmtugsafmælinu sínu í dag, hvort sem maður trúir því eða ekki. Það má gera ráð fyrir að Palli hafi verði poppstjarna og diskódrottning alla sína ævi en þjóðin fór almennt að verða meðvituð um það á tíunda áratug síðustu aldar. Palli ætlaði að […]

Read More »

Senn líður að úrslitum Söngvakeppninnar og spennan að ná hámarki. Það er ljóst að síðustu daga hefur Daði Freyr fengið byr í seglin en um leið vitum við öll að Íva á sína aðdáendur sem hrifust af laginu hennar strax í upphafi. Dimma á síðan óhemjustóran hóp þungarokksfylgjenda. Nýliðana Nínu og Ísold&Helgu ber heldur ekki […]

Read More »

Nú þegar búið er að tilkynna um lögin í Söngvakeppninni 2020 kemur í ljós að eitt af því sem einkennir keppnina í ár er að önnur kynslóð er áberandi, það er að segja flytjendur og höfundar sem eiga foreldri sem hefur áður tekið þátt Söngvakeppninni. Nína Dagbjört Helgadóttir syngur lagið Ekkó/Echo í keppninni í ár. […]

Read More »

Það er gaman að velta fyrir sér hvað einkennir Söngvakeppnirnar frá ári til árs. Í 2020 árganginum er til dæmis mikill meirihluta lagahöfunda í keppninni enn gjaldgengur í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna (sumsé undir 35 ára). Það eru helst Dimma og Jón Ólafsson sem hækka meðalaldurinn. Árið 2020 er ár kvenkyns flytjendanna en þær taka yfir sex […]

Read More »

Þá hafa lög og keppendur Söngvakeppninnar 2020 verið kynnt. Fjölbreytt keppni stendur fyrir dyrum og góð blanda af nýliðum og reyndara fólki úr bransanum. Undankeppnir Söngvakeppninnar verða haldnar 8. og 15. febrúar í Háskólabíó og síðan verður öllu tjaldað til í úrslitunum í Laugardalshöllinni þann 29. febrúar nk. Kynnar keppninnar í ár eru þau sömu […]

Read More »

Anna Mjöll Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík þann 7. janúar 1970 og fagnar því hálfrar aldar afmæli í dag. Anna Mjöll var dugleg að taka þátt í söngvakeppnum í lok níunda og byrjun tíunda áratugarins. Hún tók til dæmis þátt í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna og sigraði í Landslaginu, söngvakeppni á vegum Stöðvar 2 með lagið Ég aldrei […]

Read More »

Daníel Ágúst Haraldsson fæddist þann 26. ágúst 1969 og fagnar því fimmtugsafmæli sínu í dag.  Hann er þekktastur fyrir að vera söngvari tveggja ólíkra hljómsveita, Gus Gus og NýDönsk, en hann tók einu sinni þátt í Söngvakeppninni. Söngvakeppni Sjónvarpsins var haldin í fjórða sinn þann 30. mars 1989. Þar kepptu lögin Alpatvist, Línudans, Sóley, Þú […]

Read More »