Í kvöld rennur stóra stundin upp og eins og hefðin býður sendum við FÁSES-liðum skoðanakönnun til að kanna hvaða lag þau haldi að vinni Eurovision. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi þar sem hinn finnski Käärijä sigraði með 59% atkvæða. Næst á eftir kom sænska drottningin Loreen með 35% atkvæða. Hin franska La Zarra og Blanca Paloma frá […]

Read More »

Venju samkvæmt sendum við skoðanakönnun á FÁSES-liða um hvaða lög munu komast áfram úr seinni undankeppninni í kvöld. Niðurstöðurnar eru klárar og FÁSES-liðar telja að þessi tíu lög muni koma upp úr umslögunum í kvöld: Ástralía Pólland Austurríki Ísland Slóvenía Belgía Danmörk Kýpur Litháen Armenía FÁSES-liðar telja því að Rúmenía, Eistland, Grikkland, Georgía, San Marínó […]

Read More »

Það hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá neinum að Eurovision í ár er haldið í M&S höllinni í Liverpool. Það er ekki úr vegi að spekúlera á léttum nótum hvar Eurovision yrði haldið á næsta ári ef Svíar, Finnar og Frakkar myndu sigra keppnina miðað við stöðu veðbanka í dag. Frakkar eru i þriðja […]

Read More »

Venju samkvæmt sendum við skoðanakönnun á FÁSES-liða um hvaða lög munu komast áfram úr fyrri undankeppninni í kvöld. Niðurstöðurnar eru klárar og FÁSES-liðar telja að þessi tíu lög muni koma upp úr umslögunum í kvöld: Noregur Serbía Portúgal Króatía Sviss Ísrael Moldóva Svíþjóð Tékkland Finnland FÁSES-liðar telja því að Maltverjar, Lettar, Írar, Aserar og Hollendingar […]

Read More »

Í hverri Eurovisionkeppni má greina margs konar þema sem oft endurspeglar mikilvæg umræðuefni Evrópu hverju sinni. Í Eurovision keppninni 1990, sem haldin var stuttu eftir fall Berlínarmúrsins, fjölluðu 7 af 22 lögum um frið, frelsi, sameiningu eða fall múra. En hvað ætli árgangurinn sem nú er undirbúningi hér í höllinni í Liverpool beri helst með […]

Read More »

Þegar sólin er lágt á lofti hér á Íslandi fær maður oft skerandi dagsbirtuna í augun og getur þá verið erfitt að aka bíl. Það er aftur ekki það sem hollenska framlagið í ár, Burning Daylight, er um heldur miklu fremur um að átta sig á að þegar dagarnir líða hjá á hamstrahjólinu er oft […]

Read More »

Það er eitthvað mjög passandi við það að eitt minnsta þátttökuríkið í Eurovision haldi stærstu forkeppnina. Alls kepptu 106 lög um að vera valið sem framlag San Marínó í ár í keppni sem taldi sex kvöld á einni viku. Og í ár þarf að feta í fótspor Achille Lauro sem keppti fyrir San Marínó í fyrra […]

Read More »

Þá er liðin vika frá Söngvakeppninni 2023 og pistlahöfundur að ranka við sér eftir törnina; maraþon viðburði FÁSES og bónus-törnina að úthluta forkaupsréttum á Eurovision í Liverpool. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna skemmtilegu efni á blað um Söngvakeppnina 2023! Hin 21 árs gamla Kópavogsmær Diljá Pétursdóttir kom sá og sigraði […]

Read More »

Á meðan Bragi, Diljá, Sigga Ózk, Langi Seli og Skuggarnir og Celebs undirbúa sig fyrir úrslit Söngvakeppninnar 4. mars næstkomandi undirbúa FÁSES-liðar sig fyrir eitt mesta partý ársins. Söngvakeppnishelgin er nefnilega ekki nein venjuleg helgi og stendur hörðustu Eurovision aðdáendum til boða að leggja nokkra daga alveg undir júródýrðina. Eurovision karaoke 3. mars FÁSES startar […]

Read More »

Eurovision-aðdáendum mun seint líða úr minni framlag Rúmena í Eurovision 2022; svo eftirminnileg var frammistaða WRS (borið from “uurs”) sem bað Evrópubúa vinsamlega um að hringja í sig og var þess vegna gælunefndur “rúmenski Frikki Dór” meðal íslenskra Eurovision-aðdáenda. Endaði hann í 18. sæti í Tórínó og var það besti árangur Rúmena síðan jóðlið fræga […]

Read More »

Tékkar gerðu gott mót í Tórínó í fyrra þegar We Are Domi flugu upp úr undankeppninni og fluttu lagið Lights Off í úrslitum Eurovision og þakið ætlaði bókstaflega að rifna af PalaOlimpico höllinni. Þau lentu reyndar bara í 22. sæti en það er greinilega margt að malla í júrólandinu Tékklandi. Þann 30. nóvember sl. héldu […]

Read More »

Fyrsta undankeppnin fyrir Eurovision 2023 fór fram í gær og var það Úkraína sem reið á vaðið. Einhverjir gætu verið hissa á því í ljósi stríðsins en að sjálfsögðu er ekkert sem stöðvar úkraínsku þjóðina, ekki síst eftir að hafa sigrað keppnina í Tórínó með glæsibrag. Úkraínska undankeppnin Vidbir, sem er úkraínska fyrir „val“, er […]

Read More »