FÁSES stendur fyrir ýmiss konar viðburðum helgina sem úrslit Söngvakeppninnar fara fram 1.-2. mars nk. Öll eru velkomin á viðburðina og ekki er skilyrði að vera í FÁSES.   FÁSES Karaoke Við byrjum Söngvakeppnis-upphitunina á FÁSES-Karaoke á Ölver, föstudaginn 1. mars. Húsið opnar klukkan 20 og það verður opið til 1. Tilvalið að hittast og […]

Read More »

Í ljósi umræðu síðustu daga um sniðgöngu Eurovision var ákveðið að boða til félagsfundar FÁSES 20. desember 2023. Niðurstaða fundarins, sem borin var undir alla félaga í sérstakri atkvæðagreiðslu, er sú að FÁSES skorar á RÚV að senda ekki fulltrúa í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni.   Ályktun félagsfundar FÁSES 20.12.2023 […]

Read More »

Stjórn FÁSES samþykkti eftirfarandi ályktun 7. desember sl.: Nýverið tilkynntu skipuleggjendur Eurovision að 37 þjóðir, þar á meðal Ísrael, myndu taka þátt í Eurovision 2024 í Malmö. Þátttakendalistinn hefur vakið mikla umræðu innan aðdáendasamfélagsins hér heima og erlendis. Stjórn FÁSES fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Stjórnin vill koma því áleiðis að félagið er […]

Read More »

Nú skal fagna! Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október og endurkoma Lúxemborgar í Eurovision er staðfest. Búið ykkur undir ógleymanlegt kvöld með glamúr, tónlist, góðu fólki og rammsterkri Eurovision-sveiflu. Þema árshátíðarinnar verður til heiðurs Lúxemborg og þeirra merku Eurovision-sögu. Á árshátíðinni verður góður félagsskapur, besta tónlistin og…  Heillandi stórstirnið Bjarni Snæbjörsson veislustýrir með glensi & […]

Read More »

Mörg eru farin að huga að skipulagi vorsins og FÁSES berst fjöldi fyrirspurna um miðasölu fyrir Eurovision 2024. Þá er ekki úr vegi að rifja upp miðasölufyrirkomulagið og minna á að síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð er 2. október 2023. Sami frestur […]

Read More »

Tólfti aðalfundur FÁSES fór fram fimmtudaginn 21. september. Eins og vaninn er voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá þar sem fjallað var um ársreikning síðasta árs og skýrslu stjórnar þar sem hinir ýmsu viðburðir félagsins voru tíundaðir. Þá var kosið til stjórnar og var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður FÁSES og Laufey Helga Guðmundsdóttir endurkjörin ritari félagsins. […]

Read More »

Halló halló! Gróan er nú aldeilis búin að dansa í stjörnufans síðan við heyrðumst síðast. Nú er báðum forkeppnum lokið og ekki laust við að Gróan sé með pínu kökk í hálsinum og vill bara þakka elsku Diljá og öllu teyminu hennar kærlega fyrir að vera svona miklir æðibitar. Þið eruð frábær, elskurnar mínar og […]

Read More »

Gróan heilsar alveg geislandi af gleði frá Englandshreppi og er satt að segja byrjuð að kippa svolítið, því í blaðamannahöllinni nýopnuðu er barasta boðið upp á fría Bailey´s kokteila! Jidúddamía hvað Gróan var glöð, því ekki er séð fyrir þörfum kaffiþyrstra þar á bæ. Eingöngu boðið upp á eitthvað þriðja flokks skyndikaffi og þá er […]

Read More »

Gróan heilsar frá rigningarsuddanum í Liverpool en það gerir ekkert til – það er eingöngu sól í hjörtu allra Eurovisionfara! Og maður minn stemningin í Liverpool er að ná hæstu hæðum, allt er skreytt í gulu og bláu og Eurovision merkingar ÚT UM ALLT svo ekki fer fram hjá neinum að hann er staddur í […]

Read More »

Good evening og Доброго вечора! Þá er elskuleg Gróan ykkar loksins mætt til Liverpool eftir alveg skelfilegt ferðalag. Blessaðir Bretarnir eru ekkert að grínast með þetta Brexit-dæmi, því Gróan lenti bara í sjö gráðu yfirheyrslu á John Lennon flugvelli vegna þess að fyrir um þremur árum varð henni það á að þiggja rausnarlegt heimboð í kampavíns […]

Read More »