Norrænt kvöld í Lissabon – Partývakt FÁSES


Í gær komu Norðurlöndin fram í Eurovision þorpinu á Terreiro do Paçohér torginu í miðbæ Lissabon. Ari Ólafsson tók eitt erindi úr sigurlagi Portúgals Amor Pelos Dois, við mikla hrifningu heimamanna sem voru viðstaddir, svo tók Ari líka lagið sitt Our Choice. Við þetta tækifæri komu einnig fram Rasmussen frá Danmörku, Alexander Rybak frá Noregi, Benjamin Ingrosso frá Svíþjóð og Saara Alto frá Finnlandi. Allir flytjendur tóku lögin sín í keppninni í ár og að auki tók Benjamin lagið sitt frá Melodifestivalen í fyrra Good Lovin’ og Saara tók Monsters á 34 tungumálum og líka lagið Queens úr finnsku undankeppninni UMK 2018. Að auki komu fram hin kýpverska Eleni sem flutti lagið sitt Fuego og fleiri lög frá sínum ferli og eistneska Elina sem flutti klúbbaútgáfu af laginu sínu La Forza.

Eftir tónleikana í Eurovision þorpinu hélt hersingin á TOPO barnum á þaki verslunarmiðstöðvarinnar Martim Moniz í miðborg Lissabon. Þar fór fram árlegt boð Norðurlandaþjóðanna, hið svokallaða norræna partý sem allir vilja fá boð í. Að venju voru sendinefndir Norðurlandanna á svæðinu til að heilsa upp á fjölmiðla og aðdáendur. Partývakt FÁSES var að sjálfsögðu á svæðinu til að fylgjast með því sem fyrir augu bar.

Í norræna partýinu tók Ari Ólafsson syrpu ásamt íslenska hópnum af Eurovision slögurum. Í syrpunni voru meðal annars sigurlagið My Number One frá 2005, Never Ever Let You Go frá 2001 á dönsku sem íslenski hópurinn með aðstoð Danans Jonas Rasmussen og sigurlagið Heroes sem þau fluttu með hjálp Benjamins Ingrosso.

Partývaktin sá meðal annars albanska söngvarann Eugent og hin moldóvsku DoReDoS. Það var mál manna að sjaldan hafi jafn margar tólfur verið samankomnar á einum stað. Meðal annarra gesta voru sviðsstjórinn Henric von Zweigbergk, eða Hanke eins og flestir þekkja hann, framleiðandi Eurovision 2018 Christer Björkman og framleiðslustjóri Eurovision 2018 Ola Melzig.