Umfjöllun um undankeppnir annarra landa


Eins og allir Eurovisionaðdáendur vita er skemmtilegasti tími ársins runninn upp, sá tími þegar við sitjum með nefið á bólakaf í undankeppninum sem nú fara fram í löndunum í kringum okkur. Sumir aðdáendur ganga svo langt að segja að þetta sé allra skemmtilegasta aðventan og jólin renni upp í maí þegar aðalkeppni Eurovision fer fram.

FÁSES.is hyggst brydda upp á nýjungum á þessari aðventu og taka til sérstakrar umfjöllunar undankeppnir annarra landa. Alls verða 12 undankeppnir undir. Að sjálfsögðu tökum við Söngvakeppnina með trompi eins og vanalega. Við tökum keppendur tali og aðvitað bryddum við upp á smávegis sprelli að hætti aðdáenda. Í janúar tökum við fyrir undankeppnina í Frakklandi, Destination Eurovision, en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir halda jafn glæsilega keppni og í ár. Í þessum mánuði verður einnig ljóst hver keppir fyrir Spán í Eurovision og tökum við Söngvakeppnina þar í landi sérstaklega fyrir, Operación Triunfo.

Í febrúar byrjar síðan ballið og FÁSES.is tekur fyrir undankeppnina í Bretlandi, Eurovision You Decide, en þar gegnir hjartaknúsarinn Måns Zelmerlöw lykilhlutverki og Greta Salóme “okkar” er höfundur eins lags í keppninni. Melodi Grand Prix í Danmörku verður einnig til umfjöllunar ásamt Unser Lied für Lissabon í Þýskalandi. Við slúttum síðan í febrúar með Selecția Națională í Rúmeníu.

Í mars tekur FÁSES.is fyrir Supernova í Lettlandi, Eesti Laul í Eistalandi, Uuden Musiikin Kilpailu í Finnlandi og Melodi Grand Prix í Noregi. Eftir að kunngjört hefur verið hver keppir í Eurovision fyrir Íslands hönd sendum við fréttaritara okkar á úrslit Melodifestivalen í Svíþjóð en sú keppni er í augum margra Eurovision-aðdáenda sjálft Mekka. Umfjöllunin verður í samstarfi við RÚV og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér eða á Söngvakeppnisvef RÚV.