FÁSES viðburðir haustsins og nýir stjórnarmeðlimir


Aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri 26. október 2017. Áhuginn á félaginu er greinilega að aukast því troðfullt var út úr dyrum. Á fundinum voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar og yfirferð reikninga en einnig þurfti að gera smávegi lagfæringar á samþykktum félagsins. Um þetta allt má lesa um í fundargerð aðalfundarins sem má finna á hér á vefnum.

Á aðalfundinum var töluverð endurnýjun í stjórn FÁSES. Formaður félagsins er nú Flosi Jón Ófeigsson, gjaldkeri er Ísak Pálmason, ritari er Laufey Helga Guðmundsdóttir, alþjóðafulltrúi er Anna Sigríður Hafliðadóttir og viðburðar- og kynningarfulltrúi er sem fyrr Sunna Mímisdóttir. Eyrún Ellý Valsdóttir, sem hafði verið formaður FÁSES frá upphafi, tekur nú sæti í varastjórn félagsins ásamt Evu Dögg Benediktsdóttur. Auður Geirsdóttir og Hildur Tryggvadóttir Flóvenz voru þökkuð vel unnin störf fyrir félagið frá stofnun þess.

 

Velheppnaður FÁSES hittingur var haldinn á Veðurbarnum 10. nóvember sl. Þar hittust félagar á gleðistund og öttu kappi í Eurovision kahoot. Gafst þarna gott tækifæri til að spjalla og kynnast nýjum FÁSES félögum og varð feikna fjör langt fram eftir kvöldi!

 

Við hlökkum til komandi Söngvakeppnis-vertíðar og til að hitta ykkur skemmtilegu FÁSES-liðana sem oftast!