Sérfræðingapanell FÁSES: Truflandi netasokkabuxur, Bieber og Molitva gæsahúðin

Úrslit Söngvakeppninnar 2017 fara fram næstkomandi laugardag, 11. mars. Af því tilefni hóaði FÁSES.is saman besta sérfræðingapanel landsins til að komast að því hvaða lag er nú líklega að fara taka þetta. Flestir virðast sammála um að keppnin í ár sé af einstaklega háum gæðum og því forvitnilegt að vita hvað Ástríði Margréti Eymundsdóttur, Steinunni Björk Bragadóttur og Ísaki Pálmasyni fyndist um lögin sem kepppa til úrslita í ár.

Í þessari fyrstu atrennu panelsins var farið yfir lögin Again, Tonight og Make your way back home. Við báðum FÁSES sérfræðingana um að gefa lögunum stig frá 0 og upp í 5 í anda norræna Eurovision sérfræðingapanelsins sem vakti svo mikla lukku á RÚV hér fyrir nokkrum árum síðan.

Niðurstöður sérfræðinganna voru:

Again – Arnar og Rakel frá 3 stig frá Ástríði, 3 stig frá Steinunni og 5 stig frá Ísak. Uppáhaldsummælin okkar: Þau eru algjörlega solid og ekkert getur klikkað hjá þeim!

Tonight – Aron Hannes fær 4 stig frá Steinunni, 5 stig frá Ísaki og 3 stig frá Ástríði. Uppáhaldsummælin okkar: Aron Hannes er kannski minn Justin Bieber!

Make your way back home –  Rúnar Eff fær 3 stig frá Ísaki, 4 stig frá Ástríði og 2 stig frá Steinunni. Uppáhaldsummælin okkar: Júbb þetta er svona lagið lagið sem dreifbýlistútturnar elska!

Hlökkum til að sýna ykkur þegar panellinn fer yfir fjögur síðari lögin!