FÁSES tók Ólöfu Erlu úr Grétu-teyminu tali

FÁSES.is settist niður með Ólöfu Erlu úr Grétu-teyminu í Eurovision vikunni og spurði hana spjörunum úr hvernig það kom til að hún endaði í Stokkhólmi í ár. Ólöf hefur starfað í 11 ár á RÚV og kom þannig að Söngvakeppninni og Eurovision en hún starfar nú sjálfstætt. Ólöf Erla hefur m.a. unnið Eurovision kynningarefni fyrir Gretu Salóme 2012, Vini Sjonna 2011, Jóhönnu Guðrúnu 2009 auk þess að hafa starfað mikið með Heru Björk. Ólöf Erla vann að atriði Íslands í Eurovision í ár sem grafískur hönnuður ásamt þeim Ásgeiri Helga, Gretu Salóme og Jonathan Duffy.