Fólkið á bak við Grétu: Skuggahöndin Ásgeir Helgi

Nú stendur undirbúningur íslensku Eurovision-faranna sem hæst og Flosi hjá FÁSES.IS settist niður með Ásgeiri Helga danshöfundi til að ræða aðkomu hans að fæðingu Hear them calling. Ásgeir dróst inn í verkefnið þegar Greta Salóme hringdi í hann fyrir Söngvakeppnina og bað hann um að vera skuggahöndin í grafíkinni á sviðinu. Eitt leiddi af öðru, hann hreyfst af eldmóði þessa fólks sem ætlaði að taka Söngvakeppnina 2016 með trompi og endaði sem danshöfundur Gretu Salóme í laginu. Þetta er frumraun Ásgeirs Helga í Eurovision og að hans sögn var sko löngu komin tími á þetta!