Höndlar hún að vera Eurovision-stjarna í tvær vikur? Karlotta ræðir við FÁSES

Karlotta (Mynd: RÚV)

Karlotta (Mynd: RÚV)

FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þann keppanda sem höndlar það best að vera Eurovision stjarna í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði hraðaspurningapróf fyrir keppendur.

FÁSES greip í skottið á Karlottu Sigurðardóttur áður en hún hljóp inn á æfingu í Háskólabíó. Hún syngur lagið Óstöðvandi eftir Kristinn Sigurpál Sturluson, Lindu Persson og Ylvu Person á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Textinn er eftir Karlottu sjálfa og er ekki að sjá á flutningi hennar og framkomu að hún sé átján ára menntaskólamær. Karlotta er ein af þeim sem við höfum séð í Söngkeppni framhaldsskólanna en hún gerði einnig garðinn frægan í raunveruleikaþættinum The Voice fyrir stuttu síðan. Það kom Karlottu mest á óvart í öllu þessu Söngvakeppnisferli hversu margar aðdáendasíður eru til um Eurovision og hversu mikið fjölmiðlaáreitið hafi verið (júbb, við erum ein af þessum síðum!).

Ensk útgáfa af laginu Óstöðvandi hefur verið gefin út. Endilega kíkið á Eye of the Storm.