Partývaktin vol. II

FÁSES-fáninn mættur í stuðið. Mynd: FJÓ.

FÁSES-fáninn mættur í stuðið. Mynd: FJÓ.

Það er brjálað að gera á Partývakt FÁSES og þá er ekki annað að gera en að skella í troðfullan pistil.

Partývaktin mætti að sjálfsögðu í opnunarpartý Eurovision á Euroclub síðasta sunnudag. Euroclub í ár er haldið á Ottakringer Brewery (partývaktin kann að meta alla góða bjórinn!). Það segir sitthvað um stærðina á klúbbnum að menn eru búnir að setja upp kort yfir alla salina upp um alla veggi – það er mjög auðveldlega hægt að týnast þarna! Bleiku kristalsljósakrónurnar setja svo punktinn yfir i-ið!

Mynd: FJÓ.

Mynd: FJÓ.

Þó fjörið hafi verið seinna á ferðinni en vanalega lyftist heldur betur brúnin á Partývaktsmönnum þegar íslenski hópurinn mætti. Þau eru nú meiri yndin – ekki annað hægt en að stoppa og spjalla um Eurovision-heima og Eurovision-geima. Reyndar drógst þetta aðeins á langinn – partývaktin þorir nú varla að viðurkenna það en hún bara steingleymdi að fara og horfa Conchitu, Guy Sebastian og alla hina sem voru að spila í salnum við hliðina. Algjört klúður!

Kortið af Euroklúbbnum. Mynd: FJÓ.

Kortið af Euroklúbbnum. Mynd: FJÓ.

Á meðan á Euro Fan Café var verið að halda upp á 20 ára afmæli OGAE Austria. Þar komu eðli máls fram böns af stjörnum m.a. Thomas Forstner, Niamh Kavanagh, Gary Lux, Stella Jones, Conchita og fleiri og fleiri. Að sögn viðstaddra var þetta stórskemmtilegur viðburður og frábært opnunarkvöld á Euro Fan Café.

Á mánudag var síðan hið hefðbunda ísraelska partý á Euroclub. Hér er um að ræða vinsælasta delegation-partýið á Eurovision enda það fjölmennasta. Boðið er upp á hefðbundinn ísraelskan mat (allskonar pítudót sem Partývaktin kann ekki að nefna en bragðast ótrúlega vel), hringdansa fá föðurlandinu og mjög gott keppenda-show. Þetta árið buðu Ísraelar keppendum frá Möltu, Svartfjallalandi, Íslandi og Sviss að taka sviðið. Að sjálfsögðu var Gyllti-guttinn Nadav á svæðinu og tryllti lýðinn með Júró-partýlagi ársins. Partývaktin festi að sjálfsögðu kaup á níðþröngum, gylltum hlýrabol merktum guttanum og getur ekki beðið eftir að klæðast honum á næsta FÁSES-karókí.  María Ólafs skein skært í sínum performance og tók fjögur númer; nýja lagið sitt, Euphoria, Unbroken og Unbroken remix. Partývaktin er alls ekkert að fegra hlutina þegar við segjum ykkur að María var svo langlanglangbest af þessum keppendum – söng fallega, lúkkaði vel og var hress! Hinir keppendurnir mæmuðu og voru bara alls ekki með þetta (fyrir utan gyllta guttann, að sjálfsögðu).

Sendiherra Ísraels stoltur með Nadav. Mynd: FJÓ.

Sendiherra Ísraels stoltur með Nadav. Mynd: FJÓ.

Sviss í ísraelska partýinu. Mynd: FJÓ.

Sviss í ísraelska partýinu. Mynd: FJÓ.

Stuð í ísraelska partýinu. Mynd: FJÓ.

Stuð í ísraelska partýinu. Mynd: FJÓ.

María fór á Kostum í ÍSR partýinu (2)

María fór á kostum. Mynd: FJÓ.

Í gær var Partývakt FÁSES boðið til sendiherra Íslands í Vín í móttöku til heiðurs íslenska Eurovision-hópnum. Að sjálfsögðu var boðið upp á eðalsöng, snittur, djús og Blue Lagoon gjafapoka (eitthvað sem við þurfum akkúrat núna!). Það verður ekki annað sagt en að Auðunn Atlason sendiherra sé snillingur – enda búinn að bjóða FÁSES meðlimum í Vín í eina móttöku til viðbótar!

Sendiherrann Auðunn Atlason var miklu ánægðri með Fréttabréf FÁSES en myndin gefur til kynna! Mynd: FJÓ.

Sendiherrann Auðunn Atlason var miklu ánægðri með Fréttabréf FÁSES en myndin gefur til kynna! Mynd: FJÓ.

María syngur Unbroken í sendiherrabústaðnum í Vín. Mynd: FJÓ.

María syngur Unbroken í sendiherrabústaðnum í Vín. Mynd: FJÓ.

Bakraddirnar að lúkka. Mynd: FJÓ.

Bakraddirnar að lúkka. Mynd: FJÓ.