Júró-Gróa Vol. IV

Júró-Gróa BabsanJæja þá vitum við hvaða lönd komast áfram úr fyrri undanriðli Eurovision (Albanía, Armenía, Rússland, Rúmenía, Ungverjaland, Grikkland, Eistland, Georgía, Serbía og Belgía). Þá er ekki úr vegi að víkja sér að mikilvægari málum – slúðrinu!

FÁSES-liðar eru æstir í að fá myndir af sér með ísraelska keppendanum Nadav. Hann er með öryggisvörð með sér sem virðist hafa það hlutverk að spyrja hvort menn hafi þvegið sér um hendur áður. Skrýtið. En kannski ekki svo skrýtið þegar fullt af keppendum hafi legið í flensu nýlega – Nina frá Georgíu, Guy frá Ástralíu og meira segja einn úr íslensku bakröddunum.

Júró-Gróa hefur heyrt að hinn belgíski Loic sé díla við kynhneigð sína. Altalað er að hann sé samkynhneigður en hafi ekki komið út úr skápnum fyrir fjölskyldu sinni. Loic er hér í Vín með mömmu sína með sér og vinkonu sína. Nú eru belgískir fjölmiðlar farnir að slá því upp að Loic og vinkonan séu par. Já það verður ekki annað sagt en að það sé flókinn bisness að vera samkynhneigður í jafn kaþólsku landi og Belgíu…

Svo er Sylvía Nótt bara í bænum – það verður spennandi!