Semi-Final 1: Fyrsta búningarennsli

FÁSES.is mætti á fyrsta búningarennsli fyrir semi-final 1 í dag en það var opið blaðamönnum. Því miður er þetta frekar slakur riðill en við tókum saman það sem verður á skjánum hjá landsmönnum á annað kvöld:

  • Skikkjur, skikkjur, skikkjur er það sem menn eru að reyna í ár. Guð minn góður hvað er mikið af skikkjum.
  • Sama props er notað í danska og finnska atriðinu.
  • Finnska lagið er 87 sekúndur. Það tekur nákvæmlega jafn langan tíma að stilla upp fyrir atriðið.
  • Hollenska söngkonan með nafnið sem enginn kann að bera fram var í þriðja dressinu í dag – svörtum samfestingi. Okkur skilst að hún ætli að vera í því dressi í keppninni (því miður ekki í flotta maga-skorna kjólnum!).
  • Serbía á gay-anthem stimpilinn í ár. Þau krydda það með pínu viðlaga-táknmáli. Sjáum hvort það virkar.
  • Menn mega alls, alls ekki missa af grafíkinni hjá georgíska bardagamanninum. Ótrúlega áhrifamikil!

    Mynd: LHG.

    Georgía. Mynd: LHG.