María fer með Unbroken til Vínar!

FÁSES liðar eru rétt að koma sér upp úr skýjunum eftir þvílíka Söngvakeppni! Sjaldan hefur baráttan um farmiðann á Eurovision verið jafn spennandi.

FÁSES liðar byrjuðu daginn margir IMG_7439hverjir í Eurovision Zumba í Reebok Fitness hjá Flosa, alþjóðafulltrúa klúbbsins. Skemmtileg hefð hefur myndast meðal margra að hrista bossann í dansinum með Flosa og hita þannig upp fyrir komandi átök, hvort sem það hefur verið Söngvakeppnin í febrúar eða Eurovision í maí. Er uppátækið orðið það vinsælt að í hvern Eurovision Zumba tíma mæta að meðaltali um 100 manns.

 

Fríða og Unnur

Fríða og Unnur

Fyrir útsendingu Söngvakeppninnar í Háskólabíó var skundað á Stúdentakjallarann þar sem FÁSES bauð liðsmönnum í upphitunarpartý fyrir keppnina. Óvæntir gestir frá OGAE United Kingdom komu við og reyndu að sannfæra viðstadda um að ef Elín Sif yrði valinn sem fulltrúi Íslands myndi hún sigra Eurovision í maí. Eftir nokkra drykki og slatta af nachos var síðan haldið í dramatíkina í Háskólabíó.

IMG_7458

Eftir svaka show og tilfinninganæman flutning var ljóst hvaða tvö lög myndu há einvígi (super-final upp á eurvisionísku) eftir 50/50 símakosningu og dómnefndarval. Í fyrsta skipti var gefið upp hverjir voru í dómnefnd fyrir keppni og þykir það okkur áhugavert twist. Dómnefndina skipuðu Einar Bárðarson, Sigríður Thorlacius, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Eins og einhverjir höfðu spáð, eins og t.d. Davíð og Heiður hér á fases.is, varð StopWaitGo einvígi niðurstaðan.

Mynd mbl.is

Mynd mbl.is

Mynd mbl.is

Mynd mbl.is

Eftir 100% símakosningu þar sem ónefndir aðilar hringdu talsvert, talsvert oft í númer síns lags var ljóst að Mosfellingur María Ólafsdóttir og lagið Unbroken fara til Vínarborgar í maí. FÁSES óskar henni innilega til hamingju með sigurinn og hlakkar til að styðja hana á Eurovision 2015!

Mynd mbl.is

Mynd mbl.is