FÁSES-liðar spá og spekúlera

Blaðamenn og aðdáendur með passa eru að sjálfsögðu ekki þeir einu sem hafa eitthvað vit á Eurovision. Kíkjum á hvað FÁSES-liðar setja í topp fimm:

Lóa

Lóa

Lóa Fatou: Austurríki, Svíþjóð, Armenía, Ungverjaland og Frakkland.

Steinþóra

Steinþóra Þórisdóttir: Ungverjaland, Austurríki, Danmörk, Armenía og Holland.

 

 

Kristveig

Kristveig

Kristveig Lilja S. Dagbjartsdóttir: Austurríki, Svíþjóð, Ungverjaland, Holland og Armenía.

 

Heiður

 Heiður Maríudóttir: Austurríki, Svíþjóð, Ungverjaland, Bretland, Armenía og Holland (Hei, þú áttir bara að velja fimm!).

 

Hvað segja Eurovision-sérfræðingarnir frá Borgarnesi?

Kristín H. Kristjánsdóttir: Austurríki, Svíþjóð, Holland, Ungverjaland og Armenía.

Kristján Jóhannes Pétursson: Austurríki, Svíþjóð, Ungverjaland, Rúmenía og Holland.

Kristján og Kristín með Lys Assiu sem þau rákust á í B&W Hallerne í vikunni

Kristján og Kristín með Lys Assiu sem þau rákust á í B&W Hallerne í vikunni

Sérfræðingur fases.is: Steinunn Björk

Sérfræðingur fases.is: Steinunn Björk

Hvað segir síðan aðal-FÁSES.is sérfræðingurinn? Steinunn Björk Bragadóttir segir að í topp fimm verði Austurríki, Svíþjóð, Armenía, Holland og Danmörk.

Það verður að segjast að spáin er nokkuð samhljóða. Allir eru með Austuríki í topp fimm sem ekkert skrýtið eftir epíska sviðsframkomu Conchitu síðastliðið fimmtudagskvöld. Ég verð að segja fyrir sjálfan mig að ég hef aldrei upplifað aðra eins stemningu í höllinni eins og fyrir austurríska atriðinu og er þó að sækja Eurovision í fjórða skiptið. Það var klappað, það var stappað, menn hrópuðu húrra og bravó, blístruðu, kölluðu samtímis nafnið hennar og grétu gleðitárum. Augljóst var að Conchita átti ekki von á þessum viðtökum. Hún gékk skjálfandi af sviðinu með aðstoð tveggja manna og úr FÁSES-stúkunni mátti sjá að hún faðmaði umboðsmann sinn drjúga stund (litháenska atriðið fór bara fyrir ofan garð og neðan!).

En aftur að spánni. Sex FÁSES-liðar af sjö spá Svíþjóð, Ungverjalandi, Hollandi og Armeníu í topp fimm. Samkvæmt veðbankaspánni eru Svíþjóð, Austurríki, Holland, Armenía og Bretland í topp fimm. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í kvöld!