Blaðamannaspáin fyrir fyrstu undankeppnina

Heiður Sigmarsdóttir tók saman pistil fyrir FÁSES.is um blaðamannaspánna:

Á hverju ári er hefð fyrir því að blaðamenn og aðdáendur með passa reyni að spá til um þær tíu þjóðir sem munu komast upp úr undankeppnunum. Það er áhugavert að fylgjast með þessari kosningu þar sem þetta eru einmitt aðilarnir sem fylgjast með hverri einustu æfingu og ættu því að vera með hlutina þokkalega á hreinu. Þrátt fyrir það tekst þeim sjaldnast að hafa allar þjóðir réttar en oftast eru þeir nokkuð nálægt því. Fyrir tveimur árum í Bakú spáðu blaðamenn réttilega fyrir 9 þjóðum af 10 í fyrri undanúrslitum og 8 af 10 þjóðum í seinni undanúrsitum. Í fyrra í Malmö tókst þeim svo að spá 9 af 10 þjóðum rétt í fyrri undanúrslitum og 7 af 10 í seinni. Kosningin er staðsett við Fan Deskið í blaðamannahöllinni og þar er hægt að skoða stöðuna hverju sinni en hún er uppfærð mörgum sinnum á dag. Núna þegar líður að fyrra undanúrslitakvöldina er tilvalið að renna yfir stöðuna eins og hún er núna kl. 10 á staðartíma og skoða hvaða þjóðum er spáð áfram.

1. Ungverjaland (329 stig)

2. Svíþjóð (327 stig)

3. Armenía (318 stig)

4. Úkraína (303 stig)

5. Aserbaídsjan (281 stig)

6. Rússland (247 stig)

7. Eistland (238 stig)

8. Svartfjallaland (231 stig)

9. Holland (223 stig)

10. Belgía (201 stig)

Þau lönd sem eftir sitja eru:

11. Portúgal (158 stig)

12-13. Ísland og Lettland (bæði með 155 stig)

14. Moldóva (121 stig)

15. San Marínó (109 stig)

16. Albanía (91 stig)

Ísland á kannski pínulítið langt í land samkvæmt þessu en að sjálfsögðu vonum við að Pollarnir komist áfram. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist!