Partývaktin, vol II: Kaos á Euro Fan Café

Partývakt FÁSES.is ákvað að slaufa eftirpartýi opnunarhátíðar Eurovision á Euroclub og skellti sér á Euro Fan Café í gærkveldi þar sem Pollapönk átti að troða upp. Á dagskránni voru einnig maltneska ofurdívan Chiara og keppendur Möltu í ár, Firelight.

Eftir drjúga bið birtust maltnesku keppendurnir og sendinefnd þeirra tók dansgólfið yfir. Kvikmyndagerðarkona fylgir hverju skrefi sendinefndar Möltu og tóku þau töluverðan tíma í upptökur á dansgólfinu ásamt því að dreifa geisladiskum og öðru kynningardóti á meðan Firelight-liðar stóðu eins og þvörur á sviðinu. Loksins hófst prógrammið og Firelight tók syrpu af þekktum popplögum, m.a. Sex is on fire með Kings of Leon.

Firelight - sem tók ekki Eurovision lög.

Firelight – sem tók ekki Eurovision lög.

Æsta kvikmyndagerðarkonan frá Möltu

Æsta kvikmyndagerðarkonan frá Möltu myndast vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkar dásamlega hressu Pollapönkarar voru næstir á svið og tóku klúbbaútgáfuna af No Prejudice. Klæddir matrósarfötunum komu þeir áhorfendum skemmtilega á óvart með því að taka av-med-buksene í miðju lagi og dansa á sviðinu á nærklæðunum einum fata!

Pollapönk er með pósurnar á hreinu.

Pollapönk er með pósurnar á hreinu.

Sveitt stemning!

Sveitt stemning!

Chiara var næst á svið á tók öll þrjú framlögin sín fyrir Möltu með glæsibrag. Ofur-dívan hefur engu gleymt og náði sérlega góðu sambandi við æstu aðdáendurnar sem stóðu upp við sviðið.

Maltneska ofurdívan!

Maltneska ofurdívan!