Vinningsgullfoss? Frá fyrstu æfingum stóru landanna fimm og Danmerkur

FÁSES.is mætti snemma í blaðamannahöllina á þessum dásamlega sunnudagsmorgni til að fylgjast með fyrstu æfingum stóru landanna fimm. Eftir umræðu gærdagsins um erfiðar samgöngur til og frá höllinni og önnur atriði sem skyggja aðeins á Eurovision gleðina er eitt á hreinu: Það er augljóst að menn hafa lagt allt í sviðið í ár og það bar árangur: Það er stórkostlega dásamlegt!

Elaiza frá Þýskalandi (eurovision.tv).

Elaiza (fyrir miðju) frá Þýskalandi (eurovision.tv).

Þýskaland: Elaizu líður vel á sviðinu og og lifir sig inn í lagið. Eitthvað gekk þó illa hjá henni að tengja við myndavélarnar. Sviðið og bakgrunnurinn á sviðinu kemur mjög vel út – það er eins og confetti fljúgi allt um hressu stelpurnar frá Þýskalandi.

 

 

Molly frá Bretlandi (eurovision.tv)

Molly frá Bretlandi (eurovision.tv)

Bretland: Hin breska Molly mætti á sviðið casual klædd með fjórar bakraddir og einn trommara. Eitthvað var inneyrað (e. in-ear) að trufla Molly en annars virtist hún örugg á sviði. Aftur má hrósa sviðinu – það er svo flott að FÁSES.is fékk bara gæsahúð! Súlukastaraljósin eru greinilega vinsæl en þau eru bæði í breska og sænska framlaginu í ár. Atriðið er í heildina nútímalegt og blæs manni von í brjóst um að loksins séu Bretarnir að taka við sér! OG HALDIÐ YKKUR NÚ: Það er gullfoss a la Aserbaidsjan í lokin!

 

 

 

Frakkland: Herra ég-vil-fá-mér-yfirvaraskegg var kraftlítill og máttlaus í dag og virtist hreinlega vera stressaður. Það er smá sólstrandarfílingur yfir franska atriðinu en FÁSES.is hefur ekki smekk fyrir dönsurunum á sviðinu. Myndvinnslan fyrir atriðið er greinilega ekki komin á hreint en það er skemmtilegt að þau ætla að nota cat-walkið fyrir framan sviðið.

 

Þess menn langar í yfirvaraskegg! (eurovision.tv)Þess menn langar í yfirvaraskegg! (eurovision.tv)

Danmörk: Fyrsta æfingin hjá Basim gekk fjandi vel. Hann hefur heillandi sviðsframkomu, er sjálfsöruggur og gældi gjörsamlega við sjónvarpsmyndavélarnar! Viðlagið er algjört heimalím og dansinn við scobídúadæið passar vel við lagið og er vel útfærður. Skemmtilegt er að segja frá því að einn bakraddarsöngvaranna skartar míkrafónsútlitinu. Það er augljóst að mikil vinna liggur á bak við danska atriðið og Basim hefur eflaust verið í stífum æfingabúðum. Í blaðamannatjaldinu heyrðist að sviðið væri næstum því hannað í kringum lagið hans Basim – svo vel kæmi það út. FÁSES.is verður þó að vera hreinskilið: Hvað er málið með hvítu sokkana við jakkafötin? Það verður líka að segjast eins og er að enn sem komið er hefur enginn poppað upp sem pretty-boy keppninnar (þ.e. Eric Saade, Robin Stjernberg o.s.frv.) – ætli Basim verði fyrir valinu í ár? Rúsínan í pylusendanum var síðan risafáninn sem birtist í lokin úr loftinu með mynd af Basim og Love-lógói.

Danski pretty-boyinn (eurovision.tv)

Danski pretty-boyinn (eurovision.tv)

Emma (eurovision.tv)

Emma (eurovision.tv)

Ítalía: Emma Marrone átti þokkalega æfingu í dag, hún er ágæt söngkona en varð svolítið móð á ferðalagi sínu um sviðið. Hún var með einkennilega þvingaðar hreyfingar á sviðinu og það kom sérkennilega út þegar hún skreið á cat-walkinu fyrir framan sviðið. Emma er samt töffari og hún verður eflaust komin í ágætt samband við myndavélarnar og komin með allt hitt á hreint fyrir 10. maí.

Spánn: Ruth mætti á æfinguna í ákaflega fallegum baige-lituðum hafmeyjukjól með fjórar bakdraddir en átti samt ekki góða æfingu í dag. Ruth var smá fölsk og náði ekki háum tónunum en þrátt fyrir það voru viðbrögðin hér í blaðamannatjaldinu í Köben mjög góð og menn fögnuðu henni með bravó-köllum eins og menn gera eftir góðar óperusýningar. Fyrir þá sem eru að fylgjast grannt með stóra-rigningarmálinu hjá Ruth þá upplýsist hér með að rigningin er gerð með með þessu stórkostlega sviði og ótrúlegu skjánunum. Rigningardroparnir sem eru látnir falla á LED-skjágólfið koma mjög vel út. Að endingu má minnast á að spænska atriðið hefur súlukastaraljós eins og margir aðrir flytjendur hér í Köben (eru allir að herma eftir Sönnu?).

Ruth (eurovision.tv)

Ruth (eurovision.tv)